Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,83 prósent, í stoðtækjaframleiðandanum Össur um 1,22 prósent og í Bakkavör 0,88 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, fallið um 5,83 prósent og í Færeyjabanka um 1,52 prósent.
Viðskipti í Kauphöllinni eru 22 talsins upp á 133,5 milljónir króna.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,36 prósent og stendur í 634 stigum.