Krónan fellur gegnum falska botninn

Krónan féll um 5,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 196,5 stigum. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið veikari. Aðrir gjaldmiðlar hafa sömuleiðis aldrei verið dýrari í krónum talið ef frá er skilinn Bandaríkjadalur, sem hefur ekki verið dýrari síðan um miðjan desember árið 2001. Til skamms tíma í dag fór krónan í tæp 198 stig. Einn Bandaríkjadalur kostar nú 106 krónur, ein evra 149 krónur og eitt breskt pund 188,67 krónur. Þá stendur danska krónan í sléttum 20 íslenskum krónum.