Banakahólfið: Miklar væntingar 9. apríl 2008 00:01 Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent