Fagra Ísland – dagur sex Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2008 00:01 Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar