Úttekt á öllu klabbinu 20. febrúar 2008 00:01 Geir H. Haarde Allar góðar hugmyndir vel þegnar. Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira