FL Group hreinsar út fortíðardrauga fyrir framtíðina 20. febrúar 2008 00:01 Nýr forstjóri skoðar uppgjörið Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Jón Sigurðsson forstjóri skoða uppgjörið á kynningarfundi í síðustu viku.Markaðurinn/Anton Við höfum spilað vörn, tekið skrefið aftur á bak til að byggja betri grunn, treysta stoðirnar til að vinna út frá og fínstilla reksturinn sem gerir okkur kleift að nýta tækifærin sem hafa orðið til. Þeir sem komast í gegnum erfiðleikana standa sterkir eftir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Jón kynnti í síðustu viku sitt fyrsta uppgjör. Vart öfundsverður af hlutskiptinu því uppgjörið sýndi tap upp á 67 milljarða króna, eitt mesta tap hjá íslensku fyrirtæki til þessa. Tífalt meira en Dagsbrún skilaði af sér fyrir tveimur árum, sem þá skipaði fyrsta sætið. Markaðsaðilar eru almennt - þrátt fyrir ýmsa fyrirvara - sammála um að FL Group hafi gengið hreint til verks í uppgjörinu og benda á að 32 prósenta eign félagsins í Glitni sé færð til bókar á markaðsvirði í stað hlutdeildaraðferðar. Markaðsvirðið hafi keyrt afkomuna niður en hefði hinni aðferðinni verið beitt mætti ætla að tapið hefði orðið á bilinu 20 til 30 milljörðum krónum minna. Hlutskipti Jóns er vart öfundsvert en hann tók við forstjórastólnum eftir að mjög tók að þrengja um stærstu hluthafa félagsins í kjölfar mikillar gengislækkunar á hlutabréfamarkaði. Sviptingar urðu í hluthafahópnum í kjölfarið og greip félagið til þess að selja stórar stöður í erlendum félögum sem höfðu lækkað mikið í verði. Þar á meðal hafði mjög saxast á hlut félagsins í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR og í hinum þýska Commerzbank. Til tíðinda þótti þegar FL Group flaggaði tæpum sex prósenta hlut í AMR skömmu fyrir þarsíðustu áramót og varði félagið háum fjárhæðum og ærnum tilkostnaði til að fá kröfum sínum framgengt þar innandyra í fyrra. Árangurinn var lítill og ákvað félagið að losa um eignir í skugga niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum samhliða háum olíuverði sem snerti mjög við afkomu flugrekstrarfélagsins. Svipaða sögu var að segja af öðrum fjárfestingum FL Group sem gengu ekki eftir á síðasta ári. Mikil umsvif í fjárfestingum félagsins skiluðu sér í háum rekstrarkostnaði: 6,1 milljarðar króna.niðurskurðarhnífur á loftiMálin rædd næturlangt Jóhannes Jónsson í Bónus utan við húsnæði Fons og ræðir við Pálma Haraldsson í dyrunum þegar kom til sviptinga í hluthafahópi FL Group í byrjun desember í fyrra.Markaðurinn/BjörginÞeir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður þess, boðuðu báðir á fjölmennum uppgjörsfundi fyrir viku að framundan væri mikill niðurskurður á kostnaðinum. Stefnan er að skera kostnað niður um helming hið minnsta.Forstjórinn segir hraða uppbyggingu FL Group síðastliðin ár skýra háan rekstrarkostnað í fyrra. Félagið hafi flutt inn í nýjar höfuðstöðvar síðla hausts í fyrra auk þess sem skrifstofa var opnuð í Lundúnum í Bretlandi og annarri lokað í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þá hafi félagið borið eftirlaunaskuldbindingar frá Flugleiða-tímanum á bakinu auk kostnaðar vegna starfsloka, m.a. vegna lokunar skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn. Þar er líka starfslokasamningur Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóra, uppá níutíu milljónir króna. Allt er þetta einskiptikostnaður sem ekki falli í bækur FL Group á næstu árum, að sögn Jóns. Jón bendir líka á að setja verði rekstrarkostnað félagsins í samhengi við mikil umsvif í kringum eignsafn sem nam 422 milljórðum í árslok 2007.Samkeppnishæf launLaunakostnaðurinn í fyrra nam 701 milljón króna sem deilist á 40 starfsmenn. Það geri 1,5 milljónir á mann að meðaltali á mánuði, með launatengdum gjöldum. „Laun í þessum geira eru há og því tel ég að við greiðum sambærileg laun og hjá öðrum fyrirtækjum í sama geira,“ segir Jón og bætir við að nauðsynlegt hafi verið, í sókn síðustu ára, að bjóða vel í góða starfskrafta, bæði íslenska sem erlenda. „Við erum með mjög gott fólk, “ segir hann. Dregið úr styrkveitingumFL Group hefur í ofanálag styrkt veglega við ýmis verkefni og málefni. Svo sem við Unicef, BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans), Mænuskaðastofnun Íslands, Tónvís og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk margra smærri málefna. Verkefnin eru flest hver bundin til ákveðins tíma. Kostnaður við verkefnin hefur ekki komið fram í ársreikningum FL Group til þessa.Stefnan er að draga mjög úr smærri styrkjum og einblína á stærri málefnin.Stærsti liðurinn í rekstrarkostnaði FL Group í fyrra voru útgjöld í tengslum við stór yfirtökuverkefni, svo sem í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR og stórar stöðutökur í öðrum erlendum stórfyrirtækjum, svo sem í Commerzbank, sem sumar hverjar skiluðu ekki því sem sóst var eftir. Eins og áður hefur komið fram hóf FL Group að losa um stöður sínar bæði í AMR og Commerzbank þegar niðursveifla af hlutabréfamörkuðum komu fram af fullum þunga. Félagið beitti fyrir sig ýmsum vörnum, svo sem með skortsölu á hlutabréf í öðrum bandarískum flugfélögum til að verjast lækkun á gengi AMR. „Þetta voru aðeins erlend hlutabréf sem við skortseldum, meðal annars í bandarískum,“ segir Jón.Yfirtökutilraunir á breska hugbúnaðarfyrirtækinu Inspired Gaming Group, sem gekk ekki eftir, setti sömuleiðis strik í reikninginn. Yfirtökutilraunirnar skýra að mestu kostnað við fjárfestingar upp á 1,3 milljarða króna. „„Við vorum komin langt í ferlinu og þá fellur til hár sérfræðikostnaður ásamt öðru,“ segir Jón en bendir á að kostnaðurinn varðandi AMR og breytinga á rekstri félagsins vegi þungt auk svipaðra verkefna sem aldrei urðu opinber. „Það er ljóst að þetta var mjög sveiflukennt ár og mjög stórir póstar sem féllu til sem við reiknum ekki með að komi aftur.“Ekki þörf fyrir einkaþoturÞreifingar FL Group í Bandaríkjunum og Evrópu í fyrra kröfðust mikilla ferðalaga landa á milli. Jón vill ekki gera mikið úr umræðum um einkaþotur, sem notaðar hafa verið í viðskiptaerindum víða um heim í nafni félagsins. „Í sumum tilfellum notuðu menn einkaþotur og hluti af kostnaðinum fellur til vegna slíkra ferða,“ segir Jón en áréttar að ekki hafi verið nauðsyn fyrir slíkar ferðir síðustu mánuðina.Aðspurður um framtíðina segir Jón: „Ég held að þegar við höfum siglt í gegnum þetta tímabil erfiðleika þá verðum við vel í stakk búin til að hagnast á því þegar markaðir jafna sig. Við erum að undirbúa skútuna fyrir framhaldið. Það er markmið okkar að árið skili hagnaði.“ Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Við höfum spilað vörn, tekið skrefið aftur á bak til að byggja betri grunn, treysta stoðirnar til að vinna út frá og fínstilla reksturinn sem gerir okkur kleift að nýta tækifærin sem hafa orðið til. Þeir sem komast í gegnum erfiðleikana standa sterkir eftir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Jón kynnti í síðustu viku sitt fyrsta uppgjör. Vart öfundsverður af hlutskiptinu því uppgjörið sýndi tap upp á 67 milljarða króna, eitt mesta tap hjá íslensku fyrirtæki til þessa. Tífalt meira en Dagsbrún skilaði af sér fyrir tveimur árum, sem þá skipaði fyrsta sætið. Markaðsaðilar eru almennt - þrátt fyrir ýmsa fyrirvara - sammála um að FL Group hafi gengið hreint til verks í uppgjörinu og benda á að 32 prósenta eign félagsins í Glitni sé færð til bókar á markaðsvirði í stað hlutdeildaraðferðar. Markaðsvirðið hafi keyrt afkomuna niður en hefði hinni aðferðinni verið beitt mætti ætla að tapið hefði orðið á bilinu 20 til 30 milljörðum krónum minna. Hlutskipti Jóns er vart öfundsvert en hann tók við forstjórastólnum eftir að mjög tók að þrengja um stærstu hluthafa félagsins í kjölfar mikillar gengislækkunar á hlutabréfamarkaði. Sviptingar urðu í hluthafahópnum í kjölfarið og greip félagið til þess að selja stórar stöður í erlendum félögum sem höfðu lækkað mikið í verði. Þar á meðal hafði mjög saxast á hlut félagsins í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR og í hinum þýska Commerzbank. Til tíðinda þótti þegar FL Group flaggaði tæpum sex prósenta hlut í AMR skömmu fyrir þarsíðustu áramót og varði félagið háum fjárhæðum og ærnum tilkostnaði til að fá kröfum sínum framgengt þar innandyra í fyrra. Árangurinn var lítill og ákvað félagið að losa um eignir í skugga niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum samhliða háum olíuverði sem snerti mjög við afkomu flugrekstrarfélagsins. Svipaða sögu var að segja af öðrum fjárfestingum FL Group sem gengu ekki eftir á síðasta ári. Mikil umsvif í fjárfestingum félagsins skiluðu sér í háum rekstrarkostnaði: 6,1 milljarðar króna.niðurskurðarhnífur á loftiMálin rædd næturlangt Jóhannes Jónsson í Bónus utan við húsnæði Fons og ræðir við Pálma Haraldsson í dyrunum þegar kom til sviptinga í hluthafahópi FL Group í byrjun desember í fyrra.Markaðurinn/BjörginÞeir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður þess, boðuðu báðir á fjölmennum uppgjörsfundi fyrir viku að framundan væri mikill niðurskurður á kostnaðinum. Stefnan er að skera kostnað niður um helming hið minnsta.Forstjórinn segir hraða uppbyggingu FL Group síðastliðin ár skýra háan rekstrarkostnað í fyrra. Félagið hafi flutt inn í nýjar höfuðstöðvar síðla hausts í fyrra auk þess sem skrifstofa var opnuð í Lundúnum í Bretlandi og annarri lokað í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þá hafi félagið borið eftirlaunaskuldbindingar frá Flugleiða-tímanum á bakinu auk kostnaðar vegna starfsloka, m.a. vegna lokunar skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn. Þar er líka starfslokasamningur Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóra, uppá níutíu milljónir króna. Allt er þetta einskiptikostnaður sem ekki falli í bækur FL Group á næstu árum, að sögn Jóns. Jón bendir líka á að setja verði rekstrarkostnað félagsins í samhengi við mikil umsvif í kringum eignsafn sem nam 422 milljórðum í árslok 2007.Samkeppnishæf launLaunakostnaðurinn í fyrra nam 701 milljón króna sem deilist á 40 starfsmenn. Það geri 1,5 milljónir á mann að meðaltali á mánuði, með launatengdum gjöldum. „Laun í þessum geira eru há og því tel ég að við greiðum sambærileg laun og hjá öðrum fyrirtækjum í sama geira,“ segir Jón og bætir við að nauðsynlegt hafi verið, í sókn síðustu ára, að bjóða vel í góða starfskrafta, bæði íslenska sem erlenda. „Við erum með mjög gott fólk, “ segir hann. Dregið úr styrkveitingumFL Group hefur í ofanálag styrkt veglega við ýmis verkefni og málefni. Svo sem við Unicef, BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans), Mænuskaðastofnun Íslands, Tónvís og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk margra smærri málefna. Verkefnin eru flest hver bundin til ákveðins tíma. Kostnaður við verkefnin hefur ekki komið fram í ársreikningum FL Group til þessa.Stefnan er að draga mjög úr smærri styrkjum og einblína á stærri málefnin.Stærsti liðurinn í rekstrarkostnaði FL Group í fyrra voru útgjöld í tengslum við stór yfirtökuverkefni, svo sem í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR og stórar stöðutökur í öðrum erlendum stórfyrirtækjum, svo sem í Commerzbank, sem sumar hverjar skiluðu ekki því sem sóst var eftir. Eins og áður hefur komið fram hóf FL Group að losa um stöður sínar bæði í AMR og Commerzbank þegar niðursveifla af hlutabréfamörkuðum komu fram af fullum þunga. Félagið beitti fyrir sig ýmsum vörnum, svo sem með skortsölu á hlutabréf í öðrum bandarískum flugfélögum til að verjast lækkun á gengi AMR. „Þetta voru aðeins erlend hlutabréf sem við skortseldum, meðal annars í bandarískum,“ segir Jón.Yfirtökutilraunir á breska hugbúnaðarfyrirtækinu Inspired Gaming Group, sem gekk ekki eftir, setti sömuleiðis strik í reikninginn. Yfirtökutilraunirnar skýra að mestu kostnað við fjárfestingar upp á 1,3 milljarða króna. „„Við vorum komin langt í ferlinu og þá fellur til hár sérfræðikostnaður ásamt öðru,“ segir Jón en bendir á að kostnaðurinn varðandi AMR og breytinga á rekstri félagsins vegi þungt auk svipaðra verkefna sem aldrei urðu opinber. „Það er ljóst að þetta var mjög sveiflukennt ár og mjög stórir póstar sem féllu til sem við reiknum ekki með að komi aftur.“Ekki þörf fyrir einkaþoturÞreifingar FL Group í Bandaríkjunum og Evrópu í fyrra kröfðust mikilla ferðalaga landa á milli. Jón vill ekki gera mikið úr umræðum um einkaþotur, sem notaðar hafa verið í viðskiptaerindum víða um heim í nafni félagsins. „Í sumum tilfellum notuðu menn einkaþotur og hluti af kostnaðinum fellur til vegna slíkra ferða,“ segir Jón en áréttar að ekki hafi verið nauðsyn fyrir slíkar ferðir síðustu mánuðina.Aðspurður um framtíðina segir Jón: „Ég held að þegar við höfum siglt í gegnum þetta tímabil erfiðleika þá verðum við vel í stakk búin til að hagnast á því þegar markaðir jafna sig. Við erum að undirbúa skútuna fyrir framhaldið. Það er markmið okkar að árið skili hagnaði.“
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira