Heimur laganna Þorvaldur Gylfason skrifar 14. febrúar 2008 06:00 Öllum þykir okkur sjálfsagt, að læknar og hjúkrunarfólk láti sér annt um líðan fólks og heilsufar. Það stendur læknum nær en öðrum að leggjast gegn reykingum og öðrum heilsufarsógnum. Með líku lagi finnst okkur flestum eðlilegt, að náttúrufræðingum sé annt um umhverfisvernd og viðskiptafræðingar stuðli að betri rekstri fyrirtækja og traustari fjármálum, því það eru þeirra ær og kýr. Almenna reglan er þessi: menn reyna að láta gott af sér leiða á þeim sviðum, þar sem þeir kunna bezt til verka. Það er gott verklag í umræðu og stjórnsýslu og einnig í einkarekstri og heimilislífi. Eftir þessari reglu ættu lögfræðingar að láta sér annt um lög og rétt og gera viðvart, ef út af ber. Það er engin tilviljun, að lögfræðingar í Pakistan fara nú fremstir í flokki þeirra, sem heimta aukið sjálfstæði dómstólanna þar gegn yfirgangi herforingjastjórnar Músarafs. Þessi einfalda regla á einnig við um tómstundir. Ekki færi vel á því, að eigendur banka með beina eða óbeina ríkisábyrgð stunduðu kappakstur í frístundum sínum eða prestar sæktu súlustaði, en mín vegna mættu þeir víxla tómstundagamni sínu. Þetta er í reyndinni spurning um meira en mannasiði: þetta er spurning um hagnýta nærgætni við skjólstæðinga og viðskiptavini. Glannar eiga ekki að reka banka, og prestar eiga helzt ekki að drýgja hór. Virðing AlþingisÞað hlýtur að vera áleitið umhugsunarefni handa lögfræðingum, að 70 prósent Íslendinga vantreysta dómstólunum og hafa gert það síðan Gallup, nú Capacent, hóf slíkar mælingar. Nærtæk skýring á litlu áliti dómskerfisins er römm pólitísk hlutdrægni í skipun manna í dómaraembætti, enda nýtur Alþingi, taugamiðstöð stjórnmálalífsins, jafnlítils álits og dómskerfið samkvæmt sömu mælingum. Ekki verður séð, að nýkjörið þing með fjölda nýrra þingmanna innan borðs hafi einsett sér að auka virðingu Alþingis, enda hefur þingið til dæmis ekki hirt um að lyfta lokinu af meintum ólöglegum símahlerunum eða lýsa stuðningi við mannréttindi, svo sem úrskurður Mannréttindanefndar SÞ knýr þó á um, að gert verði fyrir 14. júní. Þann dag rennur út frestur Alþingis til að gefa nefndinni skýr svör um breytingar, sem myndu duga til að samræma fiskveiðistjórnarkerfið Mannréttindasáttmála SÞ og þá um leið okkar eigin stjórnarskrá. Þingheimi býðst nú að greiða atkvæði með mannréttindum með því að samþykkja örstutta þingsályktunartillögu Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna, en tillaga þeirra bíður nú að því er virðist svæfingar í nefnd. Þingið treystir sér ekki til að lýsa stuðningi við mannréttindi þrátt fyrir áfelli Mannréttindanefndar SÞ. Ríkisstjórnin ætti að sýna þá háttvísi að draga framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ til baka, enda mun framboðið ekki hljóta brautargengi við þessar aðstæður. Mannréttindabrjótar eiga ekkert erindi í Öryggisráðið. SiðareglurLögfræðingar hafa flestir verið fámálir um úrskurð Mannréttindanefndarinnar og ýtt undir gamlar grunsemdir um meðvirkni stéttarinnar með stjórnvöldum. Nokkrir hafa þó látið úrskurðinn til sín taka, einkum lögmennirnir Lúðvík Kaaber, Magnús Thoroddsen og Ragnar Aðalsteinsson. Engum ætti að standa það nær en lögfræðingum að heimta réttarbætur, þegar Alþingi hefur með fulltingi Hæstaréttar orðið uppvíst að skipulegum mannréttindabrotum aldarfjórðung aftur í tímann. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lýsir kröfum um réttarbætur sem árásum á sjávarútveginn. Lítur Sjálfstæðisflokkurinn svo á, að sjávarútvegur Íslendinga þurfi á mannréttindabrotum að halda?Það vekur líka eftirtekt, að lögfræðingar, sem þekktu til málsatvika, skyldu ekki telja sér skylt að kunngera eða bergmála lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors 1983 þess efnis, að lagaheimildir brysti til kvótaúthlutunar, sem þá þegar hafði átt sér stað. Álitinu virðist hafa verið stungið undir stól í stjórnarráðinu á sínum tíma; það er nýfundið. Lögfræðingar eiga helzt ekki að hylma yfir lögbrot.Annar siður sumra lögfræðinga er að deila við dómarann. Sigurður Líndal prófessor hefur haldið til streitu þeirri röksemd, að eignarréttarákvæði í 72. gr. stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið þrátt fyrir jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðin í 65. og 75. grein, jafnvel þótt Mannréttindanefnd SÞ hafi með vandlegum rökstuðningi hafnað þessu sjónarmiði hans. Ekki fer vel á því, þegar svo stendur á, að lögfræðingur, sem tapar máli á æðsta úrskurðarstigi án áfrýjunarréttar að lögum, til dæmis í Mannréttindanefnd SÞ, haldi áfram að þrátta um úrskurðinn eftir á eins og Sigurður Líndal hefur nú gert á opinberum vettvangi. Lögfræðingar, sem tapa málum á æðsta úrskurðarstigi og grípa þá til þess ráðs að rengja dómarana, grafa undan trausti almennings á lögum og rétti. Heggur þá sá er hlífa skyldi. Siðareglur lögmanna þyrftu að taka á þessum vanda og ná til allra starfandi lögfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Öllum þykir okkur sjálfsagt, að læknar og hjúkrunarfólk láti sér annt um líðan fólks og heilsufar. Það stendur læknum nær en öðrum að leggjast gegn reykingum og öðrum heilsufarsógnum. Með líku lagi finnst okkur flestum eðlilegt, að náttúrufræðingum sé annt um umhverfisvernd og viðskiptafræðingar stuðli að betri rekstri fyrirtækja og traustari fjármálum, því það eru þeirra ær og kýr. Almenna reglan er þessi: menn reyna að láta gott af sér leiða á þeim sviðum, þar sem þeir kunna bezt til verka. Það er gott verklag í umræðu og stjórnsýslu og einnig í einkarekstri og heimilislífi. Eftir þessari reglu ættu lögfræðingar að láta sér annt um lög og rétt og gera viðvart, ef út af ber. Það er engin tilviljun, að lögfræðingar í Pakistan fara nú fremstir í flokki þeirra, sem heimta aukið sjálfstæði dómstólanna þar gegn yfirgangi herforingjastjórnar Músarafs. Þessi einfalda regla á einnig við um tómstundir. Ekki færi vel á því, að eigendur banka með beina eða óbeina ríkisábyrgð stunduðu kappakstur í frístundum sínum eða prestar sæktu súlustaði, en mín vegna mættu þeir víxla tómstundagamni sínu. Þetta er í reyndinni spurning um meira en mannasiði: þetta er spurning um hagnýta nærgætni við skjólstæðinga og viðskiptavini. Glannar eiga ekki að reka banka, og prestar eiga helzt ekki að drýgja hór. Virðing AlþingisÞað hlýtur að vera áleitið umhugsunarefni handa lögfræðingum, að 70 prósent Íslendinga vantreysta dómstólunum og hafa gert það síðan Gallup, nú Capacent, hóf slíkar mælingar. Nærtæk skýring á litlu áliti dómskerfisins er römm pólitísk hlutdrægni í skipun manna í dómaraembætti, enda nýtur Alþingi, taugamiðstöð stjórnmálalífsins, jafnlítils álits og dómskerfið samkvæmt sömu mælingum. Ekki verður séð, að nýkjörið þing með fjölda nýrra þingmanna innan borðs hafi einsett sér að auka virðingu Alþingis, enda hefur þingið til dæmis ekki hirt um að lyfta lokinu af meintum ólöglegum símahlerunum eða lýsa stuðningi við mannréttindi, svo sem úrskurður Mannréttindanefndar SÞ knýr þó á um, að gert verði fyrir 14. júní. Þann dag rennur út frestur Alþingis til að gefa nefndinni skýr svör um breytingar, sem myndu duga til að samræma fiskveiðistjórnarkerfið Mannréttindasáttmála SÞ og þá um leið okkar eigin stjórnarskrá. Þingheimi býðst nú að greiða atkvæði með mannréttindum með því að samþykkja örstutta þingsályktunartillögu Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna, en tillaga þeirra bíður nú að því er virðist svæfingar í nefnd. Þingið treystir sér ekki til að lýsa stuðningi við mannréttindi þrátt fyrir áfelli Mannréttindanefndar SÞ. Ríkisstjórnin ætti að sýna þá háttvísi að draga framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ til baka, enda mun framboðið ekki hljóta brautargengi við þessar aðstæður. Mannréttindabrjótar eiga ekkert erindi í Öryggisráðið. SiðareglurLögfræðingar hafa flestir verið fámálir um úrskurð Mannréttindanefndarinnar og ýtt undir gamlar grunsemdir um meðvirkni stéttarinnar með stjórnvöldum. Nokkrir hafa þó látið úrskurðinn til sín taka, einkum lögmennirnir Lúðvík Kaaber, Magnús Thoroddsen og Ragnar Aðalsteinsson. Engum ætti að standa það nær en lögfræðingum að heimta réttarbætur, þegar Alþingi hefur með fulltingi Hæstaréttar orðið uppvíst að skipulegum mannréttindabrotum aldarfjórðung aftur í tímann. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lýsir kröfum um réttarbætur sem árásum á sjávarútveginn. Lítur Sjálfstæðisflokkurinn svo á, að sjávarútvegur Íslendinga þurfi á mannréttindabrotum að halda?Það vekur líka eftirtekt, að lögfræðingar, sem þekktu til málsatvika, skyldu ekki telja sér skylt að kunngera eða bergmála lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors 1983 þess efnis, að lagaheimildir brysti til kvótaúthlutunar, sem þá þegar hafði átt sér stað. Álitinu virðist hafa verið stungið undir stól í stjórnarráðinu á sínum tíma; það er nýfundið. Lögfræðingar eiga helzt ekki að hylma yfir lögbrot.Annar siður sumra lögfræðinga er að deila við dómarann. Sigurður Líndal prófessor hefur haldið til streitu þeirri röksemd, að eignarréttarákvæði í 72. gr. stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið þrátt fyrir jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðin í 65. og 75. grein, jafnvel þótt Mannréttindanefnd SÞ hafi með vandlegum rökstuðningi hafnað þessu sjónarmiði hans. Ekki fer vel á því, þegar svo stendur á, að lögfræðingur, sem tapar máli á æðsta úrskurðarstigi án áfrýjunarréttar að lögum, til dæmis í Mannréttindanefnd SÞ, haldi áfram að þrátta um úrskurðinn eftir á eins og Sigurður Líndal hefur nú gert á opinberum vettvangi. Lögfræðingar, sem tapa málum á æðsta úrskurðarstigi og grípa þá til þess ráðs að rengja dómarana, grafa undan trausti almennings á lögum og rétti. Heggur þá sá er hlífa skyldi. Siðareglur lögmanna þyrftu að taka á þessum vanda og ná til allra starfandi lögfræðinga.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun