McLaren biðst afsökunar 13. desember 2007 19:55 NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð. Formúla Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð.
Formúla Mest lesið Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira