Martröð á Ibrox 12. desember 2007 21:30 Eiður Smári skallar að marki Stuttgart í kvöld AFP Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira
Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Sjá meira