Martröð á Ibrox 12. desember 2007 21:30 Eiður Smári skallar að marki Stuttgart í kvöld AFP Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira