NBA í nótt: Wade gekk frá Suns í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 08:56 Amare Stoudemire og Boris Diaw reyna að halda aftur af Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93. NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93.
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira