NBA í nótt: Wade gekk frá Suns í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 08:56 Amare Stoudemire og Boris Diaw reyna að halda aftur af Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira