Barnaníðingar með öðruvísi heila 29. nóvember 2007 14:52 Dr. Cantor segir að þó barnaníðingar stjórni ekki löngunum sínum, geti þeir stjórnað því hvað þeir gera. MYND/Getty Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor. Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor.
Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira