Flensusprautan virkar ekki sem skyldi 24. nóvember 2007 15:58 MYND/Getty Images Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa. Vísindi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa.
Vísindi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira