Viðskipti innlent

Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, en gengi félagsins hefur hækkað um rúm sex prósent í Kauphöllinni í dag.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, en gengi félagsins hefur hækkað um rúm sex prósent í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent.

Á eftir Icelandair fylgja fjármálafyrirtæki og bankar en gengi bréfa þeirra hafa hækkað á bilinu tvö til tæpra fimm prósenta.

Exista tók skarpa beygju en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 4,7 prósent og stendur gengi bréfa í félaginu í 30,15 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 7.430 stigum en fór lægst í 7.044 stig í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×