Fótbolti

Tíundi leikur Dynamo án sigurs?

Carlos Tevez og Wayne Rooney verða í eldlínunni í Kænugarði í kvöld
Carlos Tevez og Wayne Rooney verða í eldlínunni í Kænugarði í kvöld AFP

Manchester United á fyrir höndum erfiða heimsókn til Kænugarðs í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim. Heimamenn hafa þó ekki náð að landa sigri í síðustu níu leikjum í röð í keppninni - þar af fjórum heimaleikjum í röð.

Serbinn Nemanja Vidic verður á ný í byrjunarliði Manchester United við hlið Rio Ferdinand, en Louis Saha er meiddur og spilar ekki í kvöld. Cristiano Ronaldo kemur væntanlega inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið hvíldur gegn Aston Villa um helgina.

Framherjinn Serghiy Rebrov verður ekki með heimamönnum en brasilíski framherjinn Michael ætti að vera búinn að ná sér af meiðslum.

Dynamo og United hafa tvisvar mæst í Meistaradeildinni og það var leiktíðina 2000-2001. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en United vann síðari leikinn 1-0. United er að spila í Meistaradeildinni 12. árið í röð sem er met.

Dynamo hefur ekki unnið í síðustu níu leikjum sínum í Meistaradeildinni og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Liðið hefur ekki unnið í keppninni síðan það lagði Roma 2-1 í nóvember árið 2004. Þá hefur liðið ekki unnið í fjórum síðustu heimaleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×