Erlent

Spáir hjónaböndum við vélmenni

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images
Breskum vísindamanni hefur verið veitt doktorsgráða fyrir ritgerð sem spáir hjónaböndum milli vélmenna og manna í framtíðinni. Það var háskólinn í Maastricht í Hollandi sem veitti David Levy PhD gráðuna fyrir lokaritgerð sem bar heitið "Intimate Relationships with Artificial Partners," eða náin sambönd við tilbúna félaga. Í ritgerðinni segir Levy að þróun vélmenna og breytt viðhorf til hjónabanda kalli á enn fullkomnari vélmenni sem verði hentugir makar. Levy rannsakar viðhorf manna til væntumþykju, ástar og kynhneigðar. Niðurstöðurnar eiga einungis við um samskipti við vélmenni framtíðarinnar miðað við sambönd á milli manna í dag. Ritgerðin er byggð á 450 fræðigreinum um sálfræði, kynlífsfræði, félagsfræði, vélfærafræði, efnisfræði, gervigreind, kynfræðum og samskiptum á milli manna og tölva.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×