Hamilton: Ég gerði mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 08:30 Lewis Hamilton er hér heldur niðurlútur eftir keppnina í morgun ásamt karli föður sínum. Nordic Photos / Getty Images „Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta." Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta."
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14
Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32