Erlent

Sverðtígur með veikt bit

Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins.

Hópur vísindamanna við Newcastle-háskólann í Ástralíu vann að rannsókn á sverðtígrinum og er þetta ein af niðurstöðum hennar. Þrátt fyrir þetta segja vísindamennirnir að sverðtígurinn hafi verið fengsælt veiðidýr. Veika skolta sína bætti hann upp með gríðarlega sterkum skrokk sem hann notaði til að skella bráð sinni niður áður en hann drap hana.

Hinar öflugu framtennur sverðtígursins voru svo notaðar til að skera á hálsæðar bráðarinnar meðan henni var haldið kyrri með skrokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×