Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða 5. október 2007 16:28 Tölvuteikninga af Kaguya á braut umhverfis tunglið. MYND/AFP Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. Japanska geimfarið ber nafnið Kaguya í höfuðið á ævintýraprinsessu sem samkvæmt japönskum þjóðsögum á að hafa lent á tunglinu. Geimfarið mun smám saman fara á sporbraut um 100 kílómetra fyrir ofan yfirborð tunglsins við miðbaug. Þar mun farið senda frá sér tvo minni gervihnetti sem fara á sporbraut um póla tunglsins. Ætlunin er að safna gögnum um yfirborð tunglsins og taka ljósmyndir. Er búist við því að fyrstu gögnin fari að berast um miðjan desembermánuð næstkomandi.Kínverjar boða mannaða ferð til tunglsinsNie Haisheng varð annar í röð kínverskra geimfara til að fara út í geim í október árið 2005.MYND/AFPSvo virðist sem geimkapphlaup sé hafið milli Kínverja, Japana og Indverja. Kínverjar náðu miklu forskoti árið 2003 þegar þeir fyrstir Asíuþjóða náðu koma manni út í geim. Í mars á þessu ári lýstu þeir yfir þeirri ætlun sinni að senda ómannað geimfar til tunglsins seinna á árinu. Markmið þeirrar ferðar á að vera að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu.Kínverjar hafa boðað frekari rannsóknarferðir til tunglsins og mannaða lendingu innann næstu 15 ára. Japanar hafa einnig boðað mannaðar ferðir til tunglsins fyrir árið 2020.Indverjar munu á næstu mánuðum einnig skjóta á loft könnunarfari til tunglsins. Þeir hafa hins vegar enn sem komið er ekki boðað mannaðar geimferðir. Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. Japanska geimfarið ber nafnið Kaguya í höfuðið á ævintýraprinsessu sem samkvæmt japönskum þjóðsögum á að hafa lent á tunglinu. Geimfarið mun smám saman fara á sporbraut um 100 kílómetra fyrir ofan yfirborð tunglsins við miðbaug. Þar mun farið senda frá sér tvo minni gervihnetti sem fara á sporbraut um póla tunglsins. Ætlunin er að safna gögnum um yfirborð tunglsins og taka ljósmyndir. Er búist við því að fyrstu gögnin fari að berast um miðjan desembermánuð næstkomandi.Kínverjar boða mannaða ferð til tunglsinsNie Haisheng varð annar í röð kínverskra geimfara til að fara út í geim í október árið 2005.MYND/AFPSvo virðist sem geimkapphlaup sé hafið milli Kínverja, Japana og Indverja. Kínverjar náðu miklu forskoti árið 2003 þegar þeir fyrstir Asíuþjóða náðu koma manni út í geim. Í mars á þessu ári lýstu þeir yfir þeirri ætlun sinni að senda ómannað geimfar til tunglsins seinna á árinu. Markmið þeirrar ferðar á að vera að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu.Kínverjar hafa boðað frekari rannsóknarferðir til tunglsins og mannaða lendingu innann næstu 15 ára. Japanar hafa einnig boðað mannaðar ferðir til tunglsins fyrir árið 2020.Indverjar munu á næstu mánuðum einnig skjóta á loft könnunarfari til tunglsins. Þeir hafa hins vegar enn sem komið er ekki boðað mannaðar geimferðir.
Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira