Viðskipti innlent

Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista. Bræðurnir eiga sömuleiðis stóra hluti í Kaupþingi og Bakkavör en gengi félaganna hefur lækkað nokkuð í dag.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista. Bræðurnir eiga sömuleiðis stóra hluti í Kaupþingi og Bakkavör en gengi félaganna hefur lækkað nokkuð í dag.

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,18 prósent og stendur hún í 7.602 prósentum en fór hæst í 9.016 stig áður en óróleika varð vart á hlutabréfamörkuðum eftir miðjan júlí. Vísitalan hefur hækkað um 18,59 prósent á árinu.

Hlutabréfavísitölur hafa sömuleiðis lækkað í Evrópu í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,69 prósent, hin þýska Dax-vísitala um 1,14 prósent en franska Dax-40 um 1,05 prósent. Þá hefur C20-vísitalan í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 1,35 prósent en norska vísitalan um 1,06 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×