Viðskipti innlent

FL Group með tæp 38 prósent í TM

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem er orðinn annar stærsti hluthafinn í Tryggingamiðstöðinni.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem er orðinn annar stærsti hluthafinn í Tryggingamiðstöðinni.

FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta.

Fyrir viðskiptin átti Sund ehf., sem er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, 45 prósent í Kjarrhólma. Imon ehf, félag í eigu Magnúsar Ármanns, átti 5 prósent í Kjarrhólma og Sólstafir ehf., sem er í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns Vífells og Glitnis, átti 5 prósent í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×