Viðskipti innlent

Nýr forstjóri hjá Eimskipi í Ameríku

Brent Sugden, nýráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips.
Brent Sugden, nýráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips.

Brent Sugden, forstjóri kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Bæði Versacold og Atlas Cold Storage, reka yfir 120 kæli- og frystigeymslur tilheyra þessu sviði. Reynir Gíslason sem gegnt hefur bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá nóvember 2006 mun halda áfram sem forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í Ameríku.

Brent Sugden hefur undanfarin 6 ár verið forstjóri Versacold. Hann hefur áralanga reynslu af rekstri kæli- og frystigeymslna og þykir hafa náð miklum árangri í Versacold og verið farsæll stjórnandi í ört vaxandi fyrirtæki í hörðu samkeppnisumhverfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip.

Reynir Gíslason gegndi tímabundið starfi forstjóra Atlas og hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum miklar breytingar og stýrt aðgerðum til þess að auka hagræði rekstrarins. Nú þegar Eimskip hefur fest kaup á Versacold liggur fyrir að samþætta rekstur Versacold og Atlas og ná fram frekari hagræðingu, segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×