Viðskipti innlent

Exista tekur 43 milljarða lán

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Exista. Mynd/GVA

Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Exista kemur fram að engin veðsetning liggi að baki láninu og er það í tveimur hlutum. Stærri hlutinn nemur 407,5 milljónum evra og með 130 punkta álagi á Euribor vexti. Minni hlutinn hljóðar upp á 92,5 milljónir evra til eins árs með 62,5 punkta álagi á Euribor vexti. Framlenging er á því til allt að þriggj ára með samþykki lánveitenda.

Alls taka 27 bankar frá 12 löndum þátt í sambankaláninu. Umsjónarbankar eru Bayerische Landesbank, Fortis Bank, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×