Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent.

Vísitalan lækkaði um 0,79 prósent og stendur hún í 8.283 stigum. Hún hefur hækkað um 29,2 prósent það sem af er ársins.

Vísitölur á hinum Norðurlöndunum enduðu beggja vegna núllsins í dag. Hlutabréfavísitalan í Noregi lækkaði um fjórðung úr prósentustigi en C20-vísitalan í Kaupmannahöfn hækkaði um 0,05 prósent.

Þá hækkaði FTSE-vísitalan um 0,33 prósent, franska Cac 40-vísitalan um 0,8 prósent á meðan þýska Dax-vísitalan lækkaði um 0,13 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×