Viðskipti innlent

Exista hækkar mest í Kauphöllinni

Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stærstu hluthafar Existu, sem hækkaði mest allra félaga við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun.Bræðurnir eru sömuleiðis stórir hluthafar í Kaupþingi, sem hækkaði næstmest.
Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stærstu hluthafar Existu, sem hækkaði mest allra félaga við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun.Bræðurnir eru sömuleiðis stórir hluthafar í Kaupþingi, sem hækkaði næstmest.

Úrvalsvísitalan tók ágætlega við sér við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun eftir lækkanahrinu í síðustu viku og hækkaði um rétt rúm 2,2 prósent. Þetta er í takti við það hækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í Exista leiða hækkunina en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um tæp fimm prósent.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 7.970 stigum.

Gengi bréfa í Exista lækkaði talsvert í síðustu viku. Gengi bréfa í Kaupþingi, tók sömuleiðis sprettinn og hækkaði um 3,3 prósent.

Einungis gengi bréfa í Föroya Banka hafa lækkað í Kauphöllinni nú þegar nokkrar mínútur eru síðan opnað var fyrir viðskipti en gengið hefur lækkað um 2,17 prósent og stendur það í 225 krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×