Viðskipti innlent

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, þurfti að horfa upp á fyrirtæki sitt lækka um 4,49% í dag.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, þurfti að horfa upp á fyrirtæki sitt lækka um 4,49% í dag.

Gengi bréfa í öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag.

Auk þess lækkuðu hlutabréf í Icelandair Group um 4,49% en félagið birti uppgjör í gær sem sýndi tap upp á einn milljarð fyrri hluta ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×