Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Í uppgjöri sparisjóðsins kemur fram vaxtatekjur námu rúmum 2,2 milljörðum króna sem er 8,27 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Vaxtagjöld námu rúmum 1,8 milljörðum króna á tímabilinu.

Eigið fé sparisjóðsins nam rúmum 14,1 milljarði króna í lok júní og jókst það um 62,52 prósent. Arðsemi eiginfjár er 63,8 prósent sem er eins sú mesta frá stofnun sjóðsins.

Áætlanir benda til að afkoman verði góð á árinu 2007.

Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, segir í tilkynningu reksturinn hafa gengið vonum framar. Hagnaður síðastliðinna ára hafi verið notaður til uppbygginar á ýmsum tekjusviðum sjóðsins sem mun koma sparisjóðnum til góða í framtíðinni.

Í apríl var farið í útboð á nýju stofnfé að upphæð 700 milljónir króna að nafnvirði og var umframeftirspurn eftir því. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefur ákveðið að bjóða út nýtt stofnfé að nafnvirði einn milljarður króna og fer útboðið fram í september. Stofnfjármarkaður hefur verið með stofnfjárbréf hjá Viðskiptastofu SPKEF frá því í byrjun ársins og hefur hann gengið framar vonum og hafa stofnfjáraðilar aldrei verið fleiri en nú, að því er fram kemur í uppgjörinu.

Uppgjör Sparisjóðs Keflavíkur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×