Erlent

Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls

Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls.

Ný og umfangsmikil rannsókn sænskra vísindamanna sem við greindum frá í fréttum okkar í gær sýnir að líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming ef konur taka fólínsýru eða borða nóg af fólatríku fæði. Rannsóknin er nokkuð áreiðanleg að mati prófessors í krabbameinslækningum og segir aðrar rannsóknir styðja þessa.

Grænmeti og lifur eru fæðutegundir sem eru ríkar af fólinsýru. Þekkt er á norðurlöndunum að þar sé grænmetisneysla ekki nægjanleg og það sama er uppi á teningnum hér á landi

 

Víða erlendis er fólinsýru bætt í matvæli, eins korn og brauð. Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum segir yfirvöld þurfa að íhuga hvort sama hátt ætti að taka upp hér á landi.

Þá geti neysla fólinsýru ekki aðeins minnkað líkur á krabbameini heldur getur hún dregið úr frumutapi við neyslu alkóhóls.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×