Mars-jeppar í kröppum dansi Oddur S. Báruson skrifar 21. júlí 2007 14:33 MYND/Nasa Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa . Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa .
Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira