Erlent

Umdeildar virkjanir í Brasilíu

MYND/Glenn Switkes

Brasilíska ríkisstjórnin hefur gefur vilyrði fyrir byggingu tveggja vatnsfallsvirkjana í Madeira fljótinu í Brasilíu. Fljótið er stærsta þverá Amason fljótsins. Virkjunaráformin eru harðlega gagnrýnd vegna mögulegra umhverfisáhrifa við fljótið. Þá hefur einnig staðið mikill ágreiningur innan stjórnvalda í Brasilíu um málið. Ríkisstjórnin hafði haft málið til skoðunar í tvö ár áður en hún komst að niðurstöðu sinni. Lokasamþykki um virkjanirnar hefur þó ekki verið innsiglað.

Umhverfisverndunarsinnar segja að fyrirhugaðar virkjanir gangi að fjölskrúðugu lífríki fljótsins dauðu. Til dæmis er líklegt að magn kvikasilfurs stóraukist í ánni. Þá er viðbúið að virkjanirnar raski lífi þúsunda fjölskyldna sem búa við fljótið og byggja afkomu sína á því. Stjórnvöld telja að unnt sé að stilla náttúruspjöllum í hóf.

Virkjanirnar eru viðbragð við miklum orkuskorti sem hefur hrjáð brasilísku þjóðina undanfarin ár. Stjórnvöld telja að virkjanirnar uppfylli 8 til 10 prósent af orkuþörf þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×