Hamilton: Ég verð að herða mig 9. júlí 2007 14:00 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Hamilton var á ráspól í kappakstrinum á heimavelli sínum í gær og þó hann hafi þar náð á verðlaunapall enn eina ferðina, er hann ekki sáttur. "Ég þarf að bæta við mig og ætla að gera það. Sem lið þurfum við líka að spýta í lófana. Ég er alltaf að bæta mig sem ökumaður og framundan eru keppnir á brautum sem ég þekki vel, en það er ekki næg huggun í ljósi síðustu úrslita. Við vorum bara ekki nógu fljótir í gær og við verðum að bæta bílinn svo við haft betur gegn Ferrari-bílunum," sagði Hamilton. Þrátt fyrir að ná aðeins þriðja sæti í gær hefur Hamilton þó enn góða forystu í keppni ökuþóra til heimsmeistara, því þrátt fyrir tvo sigra í röð - er Raikkönen enn 18 stigum á eftir hinu 22 ára gamla undrabarni í stigatöflunni. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Hamilton var á ráspól í kappakstrinum á heimavelli sínum í gær og þó hann hafi þar náð á verðlaunapall enn eina ferðina, er hann ekki sáttur. "Ég þarf að bæta við mig og ætla að gera það. Sem lið þurfum við líka að spýta í lófana. Ég er alltaf að bæta mig sem ökumaður og framundan eru keppnir á brautum sem ég þekki vel, en það er ekki næg huggun í ljósi síðustu úrslita. Við vorum bara ekki nógu fljótir í gær og við verðum að bæta bílinn svo við haft betur gegn Ferrari-bílunum," sagði Hamilton. Þrátt fyrir að ná aðeins þriðja sæti í gær hefur Hamilton þó enn góða forystu í keppni ökuþóra til heimsmeistara, því þrátt fyrir tvo sigra í röð - er Raikkönen enn 18 stigum á eftir hinu 22 ára gamla undrabarni í stigatöflunni.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira