Þriggja manna leitað Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 12:21 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst. Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst.
Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira