Þriggja manna leitað Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 12:21 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst. Erlent Fréttir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst.
Erlent Fréttir Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira