Viðskipti innlent

Askar Capital kominn til Indlands

Steingrímur Wernersson, stjórnarmaður í Öskum, Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askar, og Karl Wernersson.
Steingrímur Wernersson, stjórnarmaður í Öskum, Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askar, og Karl Wernersson. Mynd/GVA
Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum.

Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Askar Capital, að bankinn muni beina sjónum sínum að Asíu og Miðausturlöndum.

Askar Capital er með skrifstofur hér á landi, í Lúxemborg, í Búkarest í Rúmeníu og Hong Kong en fyrir liggur að opna skrifstofur í Bretlandi og Svíþjóð auk Indlands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×