Hamilton gleymir ekki börnunum 25. júní 2007 12:45 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi. Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi.
Formúla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira