Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies 25. júní 2007 09:42 Skoski auðkýfingurinn Tom Hunter. Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. Tesco gerði yfirtökutilboð í Dobbies upp á 155,6 milljónir punda, jafnvirði tæpra 20 milljarða króna, um miðjan mánuðinn. Tilboðið hljóðar upp á 1.500 pens á hlut. Hunter, sem hefur síðastliðinn hálfan mánuð aukið við hlut sinn í Dobbies úr um 10 prósentum í rúman fjórðung, hefur greitt allt upp undir rúm 1.800 pund fyrir bréfin. Ekki liggur fyrir hversu mikið hann greiddi fyrir síðustu bréfin en breska blaðið Herald sagði fyrir helgina að þegar hluthafar sjái hversu háar fjárhæðir hann er tilbúinn til að reiða af hendi til að koma í veg fyrir kaup Tesco þá sé ólíklegt að hluthafar garðvörukeðjunnar taki boði Tesco. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. Tesco gerði yfirtökutilboð í Dobbies upp á 155,6 milljónir punda, jafnvirði tæpra 20 milljarða króna, um miðjan mánuðinn. Tilboðið hljóðar upp á 1.500 pens á hlut. Hunter, sem hefur síðastliðinn hálfan mánuð aukið við hlut sinn í Dobbies úr um 10 prósentum í rúman fjórðung, hefur greitt allt upp undir rúm 1.800 pund fyrir bréfin. Ekki liggur fyrir hversu mikið hann greiddi fyrir síðustu bréfin en breska blaðið Herald sagði fyrir helgina að þegar hluthafar sjái hversu háar fjárhæðir hann er tilbúinn til að reiða af hendi til að koma í veg fyrir kaup Tesco þá sé ólíklegt að hluthafar garðvörukeðjunnar taki boði Tesco.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira