Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl 24. júní 2007 20:30 David Coulthard kann góða skýringu á velgengni McLaren liðsins NordicPhotos/GettyImages David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard. Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard.
Formúla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira