Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól fyrir F1 kappaksturinn í Indianapolis. Félagi hans hjá McClaren, Fernando Alonso, verður annar. Þetta er í þriðja sinn sem þessir tveir ökuþórar eru fremstir á ráspól.
Felipe Massa verður þriðji, Kimi Raikönnen verður fjórði og Nick Heidfeld sá fimmti.