Fangar misnotaðir Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 19:09 Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. Myndir hafa verið birtar af hóp fanga á leið úr klefum sínum fylktu liði í verksmiðjur þar sem þeim var gert að framleiða ýsmar vörur fyrir litla sem enga greiðslu. Myndir sem teknar voru með farsíma í einni verksmiðjunni hafa einnig verið birtar og þar má sjá hvar hópur fanga er að búa til jólaskreytingar sem eru vel merktar Coca Cola. Bretinn John Sims var dæmdur í fanglesi í Kína í fyrra og segir hann ákærur gegn sér hafa verið byggðar á uppspuna. Þar var honum gert að búa til jólaskraut og greitt með einu epli á mánuði. Hann segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. Ekki sé hægt að búast við því þegar farið sé í fangelsi nokkur staðar í heiminum að vörur merktar Coca-Cola séu framleiddar þar. Erlend fyrirtæki eigi ekki að nota fanga í Kína sem hræódýrt vinnuafl. Xu Yonghai var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna kristinnar trúar sinnar. Hann segist hafa verið látinn búa til regnhlífar og fékk greitt fyrir jafnvirði 75 króna á mánuði. Hann segir að þeir sem hafi unnið hægt hafi þurft að þola barsmíðar - jafnvel á hverjum degi. Xu Yonghai segist hafa fundið reghlífar líkar þeim sem hann bjó til í stórmarkaði Wal-Mart skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug - segja myndirnar ekki sanna neitt. Forsvarsmenn Coca-Cola segjast hafa hætt samstarfi við þá sem hafi framleitt jólaskrautið. Fyrirtækið samþykki ekki vinnbrögð sem þessi. Forvígismenn Wal-Mart verslunarkeðjunnar segja söluna á regnhlífunum til rannsóknar enda sé það stefna fyrirtækisins að versla ekki með eða framleiða vörur sem nauðungarvinnu. Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Kína enda sumar Ólympíuleikarnir haldnir þar. Mannréttindasamtök segja að kannað hvort vörur frá fleiri vestrænum fyrirtækjum séu framleiddar í fangelsum þar og hvort sem það sé með vitund og vilja fyrirtækjanna eða ekki. Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. Myndir hafa verið birtar af hóp fanga á leið úr klefum sínum fylktu liði í verksmiðjur þar sem þeim var gert að framleiða ýsmar vörur fyrir litla sem enga greiðslu. Myndir sem teknar voru með farsíma í einni verksmiðjunni hafa einnig verið birtar og þar má sjá hvar hópur fanga er að búa til jólaskreytingar sem eru vel merktar Coca Cola. Bretinn John Sims var dæmdur í fanglesi í Kína í fyrra og segir hann ákærur gegn sér hafa verið byggðar á uppspuna. Þar var honum gert að búa til jólaskraut og greitt með einu epli á mánuði. Hann segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. Ekki sé hægt að búast við því þegar farið sé í fangelsi nokkur staðar í heiminum að vörur merktar Coca-Cola séu framleiddar þar. Erlend fyrirtæki eigi ekki að nota fanga í Kína sem hræódýrt vinnuafl. Xu Yonghai var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna kristinnar trúar sinnar. Hann segist hafa verið látinn búa til regnhlífar og fékk greitt fyrir jafnvirði 75 króna á mánuði. Hann segir að þeir sem hafi unnið hægt hafi þurft að þola barsmíðar - jafnvel á hverjum degi. Xu Yonghai segist hafa fundið reghlífar líkar þeim sem hann bjó til í stórmarkaði Wal-Mart skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug - segja myndirnar ekki sanna neitt. Forsvarsmenn Coca-Cola segjast hafa hætt samstarfi við þá sem hafi framleitt jólaskrautið. Fyrirtækið samþykki ekki vinnbrögð sem þessi. Forvígismenn Wal-Mart verslunarkeðjunnar segja söluna á regnhlífunum til rannsóknar enda sé það stefna fyrirtækisins að versla ekki með eða framleiða vörur sem nauðungarvinnu. Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Kína enda sumar Ólympíuleikarnir haldnir þar. Mannréttindasamtök segja að kannað hvort vörur frá fleiri vestrænum fyrirtækjum séu framleiddar í fangelsum þar og hvort sem það sé með vitund og vilja fyrirtækjanna eða ekki.
Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira