Fangar misnotaðir Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 19:09 Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. Myndir hafa verið birtar af hóp fanga á leið úr klefum sínum fylktu liði í verksmiðjur þar sem þeim var gert að framleiða ýsmar vörur fyrir litla sem enga greiðslu. Myndir sem teknar voru með farsíma í einni verksmiðjunni hafa einnig verið birtar og þar má sjá hvar hópur fanga er að búa til jólaskreytingar sem eru vel merktar Coca Cola. Bretinn John Sims var dæmdur í fanglesi í Kína í fyrra og segir hann ákærur gegn sér hafa verið byggðar á uppspuna. Þar var honum gert að búa til jólaskraut og greitt með einu epli á mánuði. Hann segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. Ekki sé hægt að búast við því þegar farið sé í fangelsi nokkur staðar í heiminum að vörur merktar Coca-Cola séu framleiddar þar. Erlend fyrirtæki eigi ekki að nota fanga í Kína sem hræódýrt vinnuafl. Xu Yonghai var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna kristinnar trúar sinnar. Hann segist hafa verið látinn búa til regnhlífar og fékk greitt fyrir jafnvirði 75 króna á mánuði. Hann segir að þeir sem hafi unnið hægt hafi þurft að þola barsmíðar - jafnvel á hverjum degi. Xu Yonghai segist hafa fundið reghlífar líkar þeim sem hann bjó til í stórmarkaði Wal-Mart skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug - segja myndirnar ekki sanna neitt. Forsvarsmenn Coca-Cola segjast hafa hætt samstarfi við þá sem hafi framleitt jólaskrautið. Fyrirtækið samþykki ekki vinnbrögð sem þessi. Forvígismenn Wal-Mart verslunarkeðjunnar segja söluna á regnhlífunum til rannsóknar enda sé það stefna fyrirtækisins að versla ekki með eða framleiða vörur sem nauðungarvinnu. Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Kína enda sumar Ólympíuleikarnir haldnir þar. Mannréttindasamtök segja að kannað hvort vörur frá fleiri vestrænum fyrirtækjum séu framleiddar í fangelsum þar og hvort sem það sé með vitund og vilja fyrirtækjanna eða ekki. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. Myndir hafa verið birtar af hóp fanga á leið úr klefum sínum fylktu liði í verksmiðjur þar sem þeim var gert að framleiða ýsmar vörur fyrir litla sem enga greiðslu. Myndir sem teknar voru með farsíma í einni verksmiðjunni hafa einnig verið birtar og þar má sjá hvar hópur fanga er að búa til jólaskreytingar sem eru vel merktar Coca Cola. Bretinn John Sims var dæmdur í fanglesi í Kína í fyrra og segir hann ákærur gegn sér hafa verið byggðar á uppspuna. Þar var honum gert að búa til jólaskraut og greitt með einu epli á mánuði. Hann segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. Ekki sé hægt að búast við því þegar farið sé í fangelsi nokkur staðar í heiminum að vörur merktar Coca-Cola séu framleiddar þar. Erlend fyrirtæki eigi ekki að nota fanga í Kína sem hræódýrt vinnuafl. Xu Yonghai var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna kristinnar trúar sinnar. Hann segist hafa verið látinn búa til regnhlífar og fékk greitt fyrir jafnvirði 75 króna á mánuði. Hann segir að þeir sem hafi unnið hægt hafi þurft að þola barsmíðar - jafnvel á hverjum degi. Xu Yonghai segist hafa fundið reghlífar líkar þeim sem hann bjó til í stórmarkaði Wal-Mart skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug - segja myndirnar ekki sanna neitt. Forsvarsmenn Coca-Cola segjast hafa hætt samstarfi við þá sem hafi framleitt jólaskrautið. Fyrirtækið samþykki ekki vinnbrögð sem þessi. Forvígismenn Wal-Mart verslunarkeðjunnar segja söluna á regnhlífunum til rannsóknar enda sé það stefna fyrirtækisins að versla ekki með eða framleiða vörur sem nauðungarvinnu. Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Kína enda sumar Ólympíuleikarnir haldnir þar. Mannréttindasamtök segja að kannað hvort vörur frá fleiri vestrænum fyrirtækjum séu framleiddar í fangelsum þar og hvort sem það sé með vitund og vilja fyrirtækjanna eða ekki.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira