Olíuverð sveiflaðist í dag 4. júní 2007 13:37 Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Litlu virðist skipta þótt skæruliðar, sem síðastliðið eitt og hálft árið hafa staðið fyrir mörgum árásum á olíuvinnslustöðvar erlendra aðila í Nígeríu, hafi samið um vopnahlé til eins mánaðar. Greinendur telja ekki miklar líkur á að vopnahléið muni hafa áhrif á olíuverðið. Skærurnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í Nígeríu hefur minnkað um þriðjung. Samdrátturinn hefur mikið að segja í heildarframleiðslu á hráolíu enda Nígería stór framleiðandi í OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 18 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 69,25 dölum á tunnu, samkvæmt upplýsingum Reuters. Verð á hráolíu lækkaði á sama tíma um 35 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 64,73 dölum á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Litlu virðist skipta þótt skæruliðar, sem síðastliðið eitt og hálft árið hafa staðið fyrir mörgum árásum á olíuvinnslustöðvar erlendra aðila í Nígeríu, hafi samið um vopnahlé til eins mánaðar. Greinendur telja ekki miklar líkur á að vopnahléið muni hafa áhrif á olíuverðið. Skærurnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í Nígeríu hefur minnkað um þriðjung. Samdrátturinn hefur mikið að segja í heildarframleiðslu á hráolíu enda Nígería stór framleiðandi í OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 18 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 69,25 dölum á tunnu, samkvæmt upplýsingum Reuters. Verð á hráolíu lækkaði á sama tíma um 35 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 64,73 dölum á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira