Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð 27. maí 2007 14:15 Alonso með sigurlaunin í Mónakó AFP Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira