Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar 25. maí 2007 11:58 Á myndinni sést Fernando Alonso keyra æfingahring í Monaco. MYND/AFP Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Margt hefur heyrst um að Alonso sé ósáttur við Hamilton vegna velgengi hans. Dennis blæs á þær sögur. „Ef þið gætuð séð líkamstjáningu þeirra, hvernig þeir eru þegar þeir leika sér í tölvuleikjum saman, þá sést að þeir eru kappssamir og vilja vinna, en ekki að það komi niður á sambandi þeirra eða sambandi liðsheildarinnar." Dennis notaði einnig tækifærið á fréttamannafundi í gær til þess að gagnrýna ummæli Eddie Jordan og Keke Rosberg sem sögðu Hamilton ekki enn hafa sýnt að hann búi yfir nauðsynlegri hörku til þess að gera hvað sem þarf til þess að sigra. „Ég held að þeir ættu bara að þegja og einbeita sér að sínum eigin málum sem ég er nokkuð viss um að sé það besta í stöðunni fyrir þá." Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Margt hefur heyrst um að Alonso sé ósáttur við Hamilton vegna velgengi hans. Dennis blæs á þær sögur. „Ef þið gætuð séð líkamstjáningu þeirra, hvernig þeir eru þegar þeir leika sér í tölvuleikjum saman, þá sést að þeir eru kappssamir og vilja vinna, en ekki að það komi niður á sambandi þeirra eða sambandi liðsheildarinnar." Dennis notaði einnig tækifærið á fréttamannafundi í gær til þess að gagnrýna ummæli Eddie Jordan og Keke Rosberg sem sögðu Hamilton ekki enn hafa sýnt að hann búi yfir nauðsynlegri hörku til þess að gera hvað sem þarf til þess að sigra. „Ég held að þeir ættu bara að þegja og einbeita sér að sínum eigin málum sem ég er nokkuð viss um að sé það besta í stöðunni fyrir þá."
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira