Síðasta myndin af Madeleine birt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. maí 2007 15:06 Síðasta myndin sem vitað er að tekin var af Madeleine áður en hún hvarf. MYND/AP Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. Nú eru þrjár vikur liðnar frá mannráninu. Kate og Gerry McCann hafa farið á fund breska sendiherrans í Portúgal og bresku lögreglunnar. Þau eru afar vonsvikin að leitin skuli ekki hafa borið árangur er haft eftir frænda Madeleine á BBC. Þúsundir gulra og grænna armbanda hafa nú verið sett á markað í Bretlandi til styrktar herferðinni til að finna Maddie. Guli liturinn stendur fyrir gulu borðana sem bundnir hafa verið í þúsundavís í heimabæ stúlkunnar og grænn er portúgalski liturinn fyrir von. Armböndin eiga einnig að halda hvarfi stúlkunnar áfram í umræðunni. Sky fréttastofan leitaði til fyrrum leynilögreglumanns sem sérhæfði sig í glæpum af þessu tagi. Mark Williams-Thomas fór til Praia da Luz örfáum dögum eftir að stúlkan hvarf. Hann lagði áherslu á að portúgalska lögreglan starfaði eftir öðrum aðferðum. Hann gagnrýndi rannsóknina þrátt fyrir að vera vongóður um farsæla útkomu. Þau atriði sem Mark taldi að betur hefðu mátt fara voru meðal annars varðveisla vettvangs þar sem hefði verið hægt að ná DNA sýnum. Auk þess sagði hann almenning lítið, ef nokkuð, hafa verið spurðan út í atburði. Rétt við íbúðina væri til dæmis eina matvöruverslun bæjarins, þar hafi lögregla ekki talað við fólk þá fjölmörgu daga sem hann var á svæðinu. Þrátt fyrir að líklegt væri að mannræninginn hefði komið þangað og keypt drykki eða mat. Öryggismyndavél matvöruverslunarinnar hefði getað gegnt veigamiklu hlutverki. Hún hafi hins vegar verið biluð síðustu fimm vikur. Í Bretlandi gegna slíkar myndavélar mjög veigamiklu hlutverki og eru staðsettar nánast á hverju götuhorni. Í Portúgal er því hins vegar ekki að fagna. Að lokum sagði Mark aðferðir portúgölsku lögreglunnar ekki eins opnar almenningi og í Bretlandi og því fengi lögregla á staðnum minni upplýsingar frá almenningi en gengur og gerist í Bretlandi. Madeleine McCann Tengdar fréttir Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15. maí 2007 12:15 50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18. maí 2007 13:18 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15. maí 2007 22:09 Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15. maí 2007 19:00 Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21. maí 2007 10:29 Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. 23. maí 2007 11:41 Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum. 16. maí 2007 23:51 Madeleine McCann enn ófundin Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi. 9. maí 2007 18:45 Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22. maí 2007 13:10 Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku. 10. maí 2007 16:44 Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir. 21. maí 2007 16:43 Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14. maí 2007 18:00 Beckham biðlar til mannræningja David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky. 11. maí 2007 09:39 Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14. maí 2007 19:35 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. Nú eru þrjár vikur liðnar frá mannráninu. Kate og Gerry McCann hafa farið á fund breska sendiherrans í Portúgal og bresku lögreglunnar. Þau eru afar vonsvikin að leitin skuli ekki hafa borið árangur er haft eftir frænda Madeleine á BBC. Þúsundir gulra og grænna armbanda hafa nú verið sett á markað í Bretlandi til styrktar herferðinni til að finna Maddie. Guli liturinn stendur fyrir gulu borðana sem bundnir hafa verið í þúsundavís í heimabæ stúlkunnar og grænn er portúgalski liturinn fyrir von. Armböndin eiga einnig að halda hvarfi stúlkunnar áfram í umræðunni. Sky fréttastofan leitaði til fyrrum leynilögreglumanns sem sérhæfði sig í glæpum af þessu tagi. Mark Williams-Thomas fór til Praia da Luz örfáum dögum eftir að stúlkan hvarf. Hann lagði áherslu á að portúgalska lögreglan starfaði eftir öðrum aðferðum. Hann gagnrýndi rannsóknina þrátt fyrir að vera vongóður um farsæla útkomu. Þau atriði sem Mark taldi að betur hefðu mátt fara voru meðal annars varðveisla vettvangs þar sem hefði verið hægt að ná DNA sýnum. Auk þess sagði hann almenning lítið, ef nokkuð, hafa verið spurðan út í atburði. Rétt við íbúðina væri til dæmis eina matvöruverslun bæjarins, þar hafi lögregla ekki talað við fólk þá fjölmörgu daga sem hann var á svæðinu. Þrátt fyrir að líklegt væri að mannræninginn hefði komið þangað og keypt drykki eða mat. Öryggismyndavél matvöruverslunarinnar hefði getað gegnt veigamiklu hlutverki. Hún hafi hins vegar verið biluð síðustu fimm vikur. Í Bretlandi gegna slíkar myndavélar mjög veigamiklu hlutverki og eru staðsettar nánast á hverju götuhorni. Í Portúgal er því hins vegar ekki að fagna. Að lokum sagði Mark aðferðir portúgölsku lögreglunnar ekki eins opnar almenningi og í Bretlandi og því fengi lögregla á staðnum minni upplýsingar frá almenningi en gengur og gerist í Bretlandi.
Madeleine McCann Tengdar fréttir Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15. maí 2007 12:15 50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18. maí 2007 13:18 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15. maí 2007 22:09 Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15. maí 2007 19:00 Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21. maí 2007 10:29 Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. 23. maí 2007 11:41 Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum. 16. maí 2007 23:51 Madeleine McCann enn ófundin Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi. 9. maí 2007 18:45 Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22. maí 2007 13:10 Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku. 10. maí 2007 16:44 Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir. 21. maí 2007 16:43 Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14. maí 2007 18:00 Beckham biðlar til mannræningja David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky. 11. maí 2007 09:39 Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14. maí 2007 19:35 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15. maí 2007 12:15
50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18. maí 2007 13:18
Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15. maí 2007 22:09
Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15. maí 2007 19:00
Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21. maí 2007 10:29
Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. 23. maí 2007 11:41
Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum. 16. maí 2007 23:51
Madeleine McCann enn ófundin Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi. 9. maí 2007 18:45
Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal. 22. maí 2007 13:10
Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku. 10. maí 2007 16:44
Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir. 21. maí 2007 16:43
Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14. maí 2007 18:00
Beckham biðlar til mannræningja David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky. 11. maí 2007 09:39
Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14. maí 2007 19:35