Dreamliner að líta dagsins ljós 22. maí 2007 14:55 Unnið að lokaáfanga Dreamliner-þotunnar hjá Boeing skammt frá Seattle í Bandaríkjunum í gær. Mynd/AFP Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira