Murdoch vill enn kaupa Dow Jones 9. maí 2007 15:24 Rupert Murdoch. Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira