Sködduð mæna löguð með nanótækni 9. maí 2007 17:00 Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. MYND/gettyimages Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu. Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Læknum hefur tekist að gera við skaddaða mænu í músum með hjálp nanótækni. Tæknin getur mögulega læknað Parkinsons og Alzheimer. Nanótækni felst í mótun smæstu eininga lífsins, sjálfum sameindunum sem liggja að grunni allra efnasambanda. Þessi tækni hefur nú þegar gert vísindamönnum kleift að búa til efni sem ekkert festist við og föt sem ekki verða óhrein. Nú er farið að beita tækninni til að örva líkamann til að lækna sig sjálfur. Læknateymi dr. Samuels I. Stupp, stjórnanda Lífnanótæknistofnunar Northwesternháskólans í Bandaríkjunum, hefur tekist að gera við skaddaða mænu í tilraunamúsum. Mýsnar höfðu misst hreyfimátt afturlima, en sex vikum eftir nanómeðferð gátu þær notað limina á eðlilegan hátt. Þetta vekur vonir um að hægt verði að nota aðferðina til að laga skaddaða mænu, hjörtu, lifur og jafnvel heila í mönnum. Aðferðin felst í notkun örþunnra nanótrefja sem sprautað er á þann stað sem hefur orðið fyrir skemmdum. Trefjarnar hindra bæði myndun örvefjar og örva nærliggjandi frumur til að hefja uppbyggingu og endurnýjun. Samkvæmt dr. Stupp væri hægt að búa til mismunandi trefjar fyrir hvern og einn sjúkling sem myndu taka mið af þörfum viðkomandi sjúklings. Ef svo fer sem horfir gæti þarna verið komin lækning við mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal Parkinsons og Alzheimer, en trefjarnar gætu hugsanlega bætt skaða á mikilvægum taugafrumum í heila, rétt eins og þeir virðast gera í mænu.
Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent