Körfubolti

Pat Riley: Við fengum það sem við áttum skilið

Pat Riley er hér ásamt Dwyane Wade, en sá þarf væntanlega að fara í axlar- og hnéuppskurð fljótlega
Pat Riley er hér ásamt Dwyane Wade, en sá þarf væntanlega að fara í axlar- og hnéuppskurð fljótlega NordicPhotos/GettyImages

Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, segir að allt annar bragur verði á liðinu á næsta tímabili, en það steinlá 4-0 fyrir Chicago í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á dögunum. Hann segir að liðið hafi verðskuldað að falla úr keppni en er ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann muni þjálfa liðið næsta vetur.

"Við gerðum ekkert rétt þetta árið og eins mikið og mér fannst liðið eiga skilið að verða meistari í fyrra - fengum við aftur nákvæmlega það sem við áttum skilið í ár," sagði Riley og sagði lélegur árangur liðsins hafi kostað það um 10 milljónir dollara, því það spilaði aðeins tvo heimaleiki í úrslitakeppninni áður en því var sópað út.

"Það hefði verið skandall ef þetta lið hefði komist lengra en það fór og ég hlakka til þess að koma inn nýju hugarfari hjá mönnum hérna á næsta ári. Þar mun ég reyna að koma mönnum í skilning um það að það þýðir ekkert að dútla sér í gegn um deildarkeppnina og ætla svo að setja í gírinn í úrslitakeppninni."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×