Átök í Tallin Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 12:15 Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira