Átök í Tallin Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 12:15 Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin. Erlent Fréttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira